Persónuleg fjármál snúast um hvernig einstaklingar stýra peningum sínum – allt frá tekjum og útgjöldum til sparnaðar og markmiða. Að skilja eigin fjármál veitir frelsi, öryggi og getu til að taka betri ákvarðanir fyrir framtíðina.
Húsnæðislán eru stærsta fjárhagslega skuldbinding flestra. Skilningur á lánum, lánaformum, greiðslubyrði og lánskjörum skiptir sköpum þegar kemur að því að kaupa fasteign.
Vextir ráða því hvað það kostar að taka lán eða hvað þú færð fyrir að leggja peninga inn. Til eru margar tegundir vaxta en skilningur á vaxtaprósentum og áhrifum þeirra á sparnað og skuldir hjálpar fólki að taka upplýstari ákvarðanir.
Fjárfestingar snúast um að láta peningana vinna fyrir þig, hvort sem það er í hlutabréfum, fasteignum eða öðrum eignum. Þær geta aukið eignir til langs tíma, en krefjast þekkingar og skynsemi til að meta áhættu og ávinning.
Fjármál fyrirtækja snúast um hvernig fyrirtæki afla sér tekna, greiða reikninga, fjárfesta og taka ákvarðanir sem halda rekstrinum gangandi. Hvort sem fyrirtæki eru lítil eða stór, þá skiptir máli að skilja hvernig þessir liðir haldast í hendur.
Við greiðum skatta og opinber gjöld til að fjármagna þjónustu samfélagsins - þjónustur eins og heilbrigðiskerfið, menntun, vegakerfi og fleira. Skattar og gjöld hafa bein áhrif á ráðstöfunartekjur okkar svo það er gott að við séum meðvituð um helstu skatta og opinber gjöld.
Skuldir og lánsfé eru hluti af lífi flestra. Hvort sem það eru námslán, yfirdráttur eða fjármögnun á stærri kaupum. Því upplýstari sem þú ert um mismunandi tegundir lána ertu líklegri til að taka skynsamlegri ákvarðanir í þessum efnum.
Viðskiptajöfnuður er mælikvarði á viðskipti Íslands við önnur lönd, þ.e. vörur, þjónustu, frumþætti (vexti, arð og laun) og rekstrarfærslur án endurgjalds.
Þjóðhagur lýsir heildarmynd efnahagslífsins í landinu. Hann nær yfir framleiðslu, neyslu, fjárfestingar og opinber fjármál. Að þekkja helstu hugtök getur því hjálpað þér að skilja hvernig stærri hreyfingar í samfélaginu hafa efnahagsleg áhrif fólk og fyrirtæki.