Persónuleg fjármál

Persónuleg fjármál snúast um hvernig einstaklingar stýra peningum sínum – allt frá tekjum og útgjöldum til sparnaðar og markmiða. Að skilja eigin fjármál veitir frelsi, öryggi og getu til að taka betri ákvarðanir fyrir framtíðina.

Greiðslukort sem tengist beint við bankareikning og dregur fjárhæð strax út við kaup.

Kreditkort gefur þér tímabundið lán sem þú greiðir niður síðar, með eða án vaxta.

Sú fjárhæð sem eftir stendur af tekjum þegar búið er að greiða skatta og opinber gjöld.

Lán sem oft er notað til að fjármagna persónulega neyslu og greiðist til baka yfir fyrirfram ákveðið tímabil.

Greiðslumat er mat lánastofnunar á greiðslugetu umsækjanda áður en lán er veitt.

Greiðslubyrði er regluleg mánaðarleg greiðsla vegna lána og skuldbindinga.

Verðtryggð lán eru þau lán sem bundin eru við breytingar á Vísitölu neysluverðs.

Sá hluti lánsgreiðslu sem lækkar höfuðstól láns

Húsnæðislán

Húsnæðislán eru stærsta fjárhagslega skuldbinding flestra. Skilningur á lánum, lánaformum, greiðslubyrði og lánskjörum skiptir sköpum þegar kemur að því að kaupa fasteign.

Vextir

Vextir ráða því hvað það kostar að taka lán eða hvað þú færð fyrir að leggja peninga inn. Til eru margar tegundir vaxta en skilningur á vaxtaprósentum og áhrifum þeirra á sparnað og skuldir hjálpar fólki að taka upplýstari ákvarðanir.

Sama vaxtaprósenta á láni yfir tilgreindan tíma, engar breytingar.

Innlánsvextir eru ávöxtun sem einstaklingar fá fyrir að geyma fé í banka.

Stýrivextir eru vextir sem seðlabankar ákvarða til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahaginn í heild.

Hlutabréf er ávísun á eignarhlut í fyrirtæki, skráðu eða óskráðu.

Skuldabréf er skuldaviðurkenning þar sem lánveitandi fær endurgreitt með vöxtum á tilgreindu tímabili.

Sjóður er safn fjármuna sem margir leggja í og er notaður í sameiginlegar fjárfestingar.

Hrávörur eru náttúrulegar afurðir eins og málmar, olía og landbúnaðarvörur sem eru keyptar og seldar á mörkuðum.

Fjárfestingar

Fjárfestingar snúast um að láta peningana vinna fyrir þig, hvort sem það er í hlutabréfum, fasteignum eða öðrum eignum. Þær geta aukið eignir til langs tíma, en krefjast þekkingar og skynsemi til að meta áhættu og ávinning.

Fjármál fyrirtækja​

Fjármál fyrirtækja snúast um hvernig fyrirtæki afla sér tekna, greiða reikninga, fjárfesta og taka ákvarðanir sem halda rekstrinum gangandi. Hvort sem fyrirtæki eru lítil eða stór, þá skiptir máli að skilja hvernig þessir liðir haldast í hendur.

Skjal sem sýnir fjárhag fyrirtækis yfir heilt rekstrarár.

Rekstrarreikningur er sá hluti ársreiknings sem sýnir tekjur, kostnað og hagnað eða tap fyrirtækis yfir rekstrarár.

Efnahagsreikningur er sá hluti ársreiknings sem sýnir stöðu eigna, skulda og eigin fjár fyrirtækis í lok rekstrarárs.

Arður er útgreiðsla hagnaðar til hluthafa í fyrirtæki og er upphæð ákveðin af stjórn.

Skattur sem dregst af laununum þínum áður en þau eru greidd út.

Gjald sem Íslendingar greiða fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV)

Skattur sem er lagður ofan á verð þegar þú kaupir vörur eða þjónustu.

Aukagjöld sem eru sett á vörur sem koma frá öðrum löndum.

Skattar og gjöld​

Við greiðum skatta og opinber gjöld til að fjármagna þjónustu samfélagsins - þjónustur eins og heilbrigðiskerfið, menntun, vegakerfi og fleira. Skattar og gjöld hafa bein áhrif á ráðstöfunartekjur okkar svo það er gott að við séum meðvituð um helstu skatta og opinber gjöld.

Skuldir og lánsfé

Skuldir og lánsfé eru hluti af lífi flestra. Hvort sem það eru námslán, yfirdráttur eða fjármögnun á stærri kaupum. Því upplýstari sem þú ert um mismunandi tegundir lána ertu líklegri til að taka skynsamlegri ákvarðanir í þessum efnum.

Heimild frá banka til að fara tímabundið í mínus á reikningi.

Neyslulán er lán sem er oft notað til að fjármagna persónulega neyslu og greiðist til baka yfir fyrirfram ákveðið tímabil.

Lán þar sem þú borgar aðeins vexti fyrst og síðan allt lánið í einu í lokin.

Sú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni.

Hagvöxtur er aukning á framleiðslu landsins á vörum og þjónustu yfir ákveðið tímabil, oft mældur með vergri landsframleiðslu (VLF)

Kaupmáttur mælir samband launa og verðlags og sýnir hvort tekjur nægja til að viðhalda eða bæta lífsgæði.

Stýrivextir eru vextir sem seðlabankar ákvarða til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahaginn í heild.

Þjóðhagur

Þjóðhagur lýsir heildarmynd efnahagslífsins í landinu. Hann nær yfir framleiðslu, neyslu, fjárfestingar og opinber fjármál. Að þekkja helstu hugtök getur því hjálpað þér að skilja hvernig stærri hreyfingar í samfélaginu hafa efnahagsleg áhrif fólk og fyrirtæki.