Hagvöxtur

(e. Economic growth)

Vöxtur eða samdráttur í hagkerfinu

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Hagvöxtur er mælikvarði á prósentubreytingu í vergri landsframleiðslu (VLF) milli tímabila, oftast ára. VLF mælir virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan landamæra landsins.
Hagvöxtur getur orðið vegna fjölbreyttra þátta: aukinnar atvinnuþátttöku, fjárfestingar í framleiðslutækjum og innviðum, tækninýjunga og bættrar framleiðni. Einnig geta ytri áhrifaþættir eins og viðskiptakjör eða náttúruauðlindir haft áhrif. Til samanburðar milli landa er oft notaður hagvöxtur á mann, þar sem tekið er tillit til fólksfjölgunar.
Þó jákvæður hagvöxtur sé almennt merki um styrk efnahagslífs, getur of mikill og óstöðugur vöxtur skapað áhættuástand, til dæmis með ofhitnun hagkerfis eða myndun efnahagsbólu. Því er mikilvægt að vöxtur sé sjálfbær og byggi á raunverulegum umbótum í framleiðni og verðmætasköpun.

Raundæmi

Árið 2010 gaus Eyjafjallajökull sem varð til þess að flugsamgöngur í Evrópu lágu niðri í nokkra daga. Þrátt fyrir stutta röskun vakti eldgosið heimsathygli og setti Ísland á kortið sem spennandi ferðamannastað. Á næstu árum jókst ferðamannafjöldinn úr tæplega 500.000 gestum árið 2010 í yfir í um 2,2 milljónir árið 2017, skv. gögnum Ferðamálastofu. Þessi sprenging í ferðaþjónustu varð ein af helstu tekjulindum þjóðarbúsins, skapaði þúsundir starfa og jók útflutningstekjur verulega. Áhrifin sáust beint í hagvexti landsins, þar sem ferðaþjónusta fór úr því að vera tiltölulega lítil atvinnugrein yfir í að verða ein stærsta útflutningsgrein landsins.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Hagvöxtur hefur áhrif á lífskjör, atvinnumöguleika og kaupmátt. Við stöðugan, jákvæðan hagvöxt skapast oft betri skilyrði fyrir hækkandi laun, auknar fjárfestingar og fjölbreyttari þjónustu. Ef hagvöxtur er neikvæður þá er eftirspurn að minnka, atvinnuleysi eykst og tekjur dragast saman. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki skiptir máli að fylgjast með þróun hagvaxtar og undirliggjandi þáttum hans, því hann getur haft bein áhrif á framtíðarhorfur.

Tegundir

  • Nafnhagvöxtur – breyting VLF óleiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Raunhagvöxtur – breyting VLF leiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Hagvöxtur á mann – hagvöxtur leiðréttur fyrir fólksfjölgun; oft notaður til samanburðar á lífskjörum.
💡 Athugaðu: Hátt hlutfall fólksfjölgunar getur hækkað heildar VLF án þess að lífskjör batni, ef hagvöxtur á mann stendur í stað eða lækkar.

Raundæmi

Árið 2010 gaus Eyjafjallajökull sem varð til þess að flugsamgöngur í Evrópu lágu niðri í nokkra daga. Þrátt fyrir stutta röskun vakti eldgosið heimsathygli og setti Ísland á kortið sem spennandi ferðamannastað. Á næstu árum jókst ferðamannafjöldinn úr tæplega 500.000 gestum árið 2010 í yfir í um 2,2 milljónir árið 2017, skv. gögnum Ferðamálastofu. Þessi sprenging í ferðaþjónustu varð ein af helstu tekjulindum þjóðarbúsins, skapaði þúsundir starfa og jók útflutningstekjur verulega. Áhrifin sáust beint í hagvexti landsins, þar sem ferðaþjónusta fór úr því að vera tiltölulega lítil atvinnugrein yfir í að verða ein stærsta útflutningsgrein landsins.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Hagvöxtur hefur áhrif á lífskjör, atvinnumöguleika og kaupmátt. Við stöðugan, jákvæðan hagvöxt skapast oft betri skilyrði fyrir hækkandi laun, auknar fjárfestingar og fjölbreyttari þjónustu. Ef hagvöxtur er neikvæður þá er eftirspurn að minnka, atvinnuleysi eykst og tekjur dragast saman. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki skiptir máli að fylgjast með þróun hagvaxtar og undirliggjandi þáttum hans, því hann getur haft bein áhrif á framtíðarhorfur.

Tegundir

  • Nafnhagvöxtur – breyting VLF óleiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Raunhagvöxtur – breyting VLF leiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Hagvöxtur á mann – hagvöxtur leiðréttur fyrir fólksfjölgun; oft notaður til samanburðar á lífskjörum.
💡 Athugaðu: Hátt hlutfall fólksfjölgunar getur hækkað heildar VLF án þess að lífskjör batni, ef hagvöxtur á mann stendur í stað eða lækkar.

Skilgreining

Hagvöxtur segir til um hvort hagkerfið sé að stækka eða minnka. Hann mælir breytingu á verðmæti allrar vöru og þjónustu sem framleidd er í landinu á tilteknu tímabili, yfirleitt ári. Þessi verðmæti á vörum og þjónustu kallast Verg landsframleiðsla (VLF). Ef VLF eykst á milli ára, er hagvöxtur jákvæður; ef hún minnkar, er hann neikvæður.
Jákvæður hagvöxtur getur leitt til fleiri tækifæra í atvinnulífinu, hærri tekna og meiri möguleika til að bæta lífskjör. Neikvæður hagvöxtur getur hins vegar aukið atvinnuleysi og dregið úr kaupmætti. Því er hagvöxtur mikilvægur mælikvarði á heilsu efnahagslífsins.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur var á Stöð2.

Deildu færslunni

Hagvöxtur

(e. Economic growth)

Vöxtur eða samdráttur í hagkerfinu

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur er á Stöð2.

Deildu færslunni

Facebook
LinkedIn

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Hagvöxtur er mælikvarði á prósentubreytingu í vergri landsframleiðslu (VLF) milli tímabila, oftast ára. VLF mælir virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan landamæra landsins.
Hagvöxtur getur orðið vegna fjölbreyttra þátta: aukinnar atvinnuþátttöku, fjárfestingar í framleiðslutækjum og innviðum, tækninýjunga og bættrar framleiðni. Einnig geta ytri áhrifaþættir eins og viðskiptakjör eða náttúruauðlindir haft áhrif. Til samanburðar milli landa er oft notaður hagvöxtur á mann, þar sem tekið er tillit til fólksfjölgunar.
Þó jákvæður hagvöxtur sé almennt merki um styrk efnahagslífs, getur of mikill og óstöðugur vöxtur skapað áhættuástand, til dæmis með ofhitnun hagkerfis eða myndun efnahagsbólu. Því er mikilvægt að vöxtur sé sjálfbær og byggi á raunverulegum umbótum í framleiðni og verðmætasköpun.

Raundæmi

Árið 2010 gaus Eyjafjallajökull sem varð til þess að flugsamgöngur í Evrópu lágu niðri í nokkra daga. Þrátt fyrir stutta röskun vakti eldgosið heimsathygli og setti Ísland á kortið sem spennandi ferðamannastað. Á næstu árum jókst ferðamannafjöldinn úr tæplega 500.000 gestum árið 2010 í yfir í um 2,2 milljónir árið 2017, skv. gögnum Ferðamálastofu. Þessi sprenging í ferðaþjónustu varð ein af helstu tekjulindum þjóðarbúsins, skapaði þúsundir starfa og jók útflutningstekjur verulega. Áhrifin sáust beint í hagvexti landsins, þar sem ferðaþjónusta fór úr því að vera tiltölulega lítil atvinnugrein yfir í að verða ein stærsta útflutningsgrein landsins.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Hagvöxtur hefur áhrif á lífskjör, atvinnumöguleika og kaupmátt. Við stöðugan, jákvæðan hagvöxt skapast oft betri skilyrði fyrir hækkandi laun, auknar fjárfestingar og fjölbreyttari þjónustu. Ef hagvöxtur er neikvæður þá er eftirspurn að minnka, atvinnuleysi eykst og tekjur dragast saman. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki skiptir máli að fylgjast með þróun hagvaxtar og undirliggjandi þáttum hans, því hann getur haft bein áhrif á framtíðarhorfur.

Tegundir

  • Nafnhagvöxtur – breyting VLF óleiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Raunhagvöxtur – breyting VLF leiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Hagvöxtur á mann – hagvöxtur leiðréttur fyrir fólksfjölgun; oft notaður til samanburðar á lífskjörum.
💡 Athugaðu: Hátt hlutfall fólksfjölgunar getur hækkað heildar VLF án þess að lífskjör batni, ef hagvöxtur á mann stendur í stað eða lækkar.

Skilgreining

Hagvöxtur segir til um hvort hagkerfið sé að stækka eða minnka. Hann mælir breytingu á verðmæti allrar vöru og þjónustu sem framleidd er í landinu á tilteknu tímabili, yfirleitt ári. Þessi verðmæti á vörum og þjónustu kallast Verg landsframleiðsla (VLF). Ef VLF eykst á milli ára, er hagvöxtur jákvæður; ef hún minnkar, er hann neikvæður.
Jákvæður hagvöxtur getur leitt til fleiri tækifæra í atvinnulífinu, hærri tekna og meiri möguleika til að bæta lífskjör. Neikvæður hagvöxtur getur hins vegar aukið atvinnuleysi og dregið úr kaupmætti. Því er hagvöxtur mikilvægur mælikvarði á heilsu efnahagslífsins.

Raundæmi

Árið 2010 gaus Eyjafjallajökull sem varð til þess að flugsamgöngur í Evrópu lágu niðri í nokkra daga. Þrátt fyrir stutta röskun vakti eldgosið heimsathygli og setti Ísland á kortið sem spennandi ferðamannastað. Á næstu árum jókst ferðamannafjöldinn úr tæplega 500.000 gestum árið 2010 í yfir í um 2,2 milljónir árið 2017, skv. gögnum Ferðamálastofu. Þessi sprenging í ferðaþjónustu varð ein af helstu tekjulindum þjóðarbúsins, skapaði þúsundir starfa og jók útflutningstekjur verulega. Áhrifin sáust beint í hagvexti landsins, þar sem ferðaþjónusta fór úr því að vera tiltölulega lítil atvinnugrein yfir í að verða ein stærsta útflutningsgrein landsins.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Hagvöxtur hefur áhrif á lífskjör, atvinnumöguleika og kaupmátt. Við stöðugan, jákvæðan hagvöxt skapast oft betri skilyrði fyrir hækkandi laun, auknar fjárfestingar og fjölbreyttari þjónustu. Ef hagvöxtur er neikvæður þá er eftirspurn að minnka, atvinnuleysi eykst og tekjur dragast saman. Fyrir einstaklinga og fyrirtæki skiptir máli að fylgjast með þróun hagvaxtar og undirliggjandi þáttum hans, því hann getur haft bein áhrif á framtíðarhorfur.

Tegundir

  • Nafnhagvöxtur – breyting VLF óleiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Raunhagvöxtur – breyting VLF leiðrétt fyrir verðbólgu.
  • Hagvöxtur á mann – hagvöxtur leiðréttur fyrir fólksfjölgun; oft notaður til samanburðar á lífskjörum.
💡 Athugaðu: Hátt hlutfall fólksfjölgunar getur hækkað heildar VLF án þess að lífskjör batni, ef hagvöxtur á mann stendur í stað eða lækkar.