Skuldabréf

(e. Bond)

Skrifleg yfirlýsing um endurgreiðslu láns með vöxtum

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Skuldabréf er skrifleg skuldbinding þar sem útgefandi (lántaki) lofar að greiða tiltekna fjárhæð, höfuðstólSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., til handhafa bréfsins (lánveitanda) á fyrirfram ákveðnum gjalddaga, ásamt vöxtum. Slík bréf eru gefin út til að afla fjármagns, t.d. af ríkissjóði, sveitarfélögum eða fyrirtækjum. Skuldabréf geta ýmist verið tryggð með veði eða án þess, skráð á markað eða seld í lokuðu útboði. Áhætta skuldabréfa ræðst meðal annars af lánshæfi útgefanda og almennum markaðsaðstæðum.

Raundæmi

Ríkissjóður gefur út skuldabréf að nafnverði 1.000.000 kr. með 4% föstum ársvöxtumSama vaxtaprósenta á láni yfir tilgreindan tíma, engar breytingar. og 5 ára lánstíma. Þú kaupir bréfið og ert þar með búinn að lána ríkinu pening. Á hverju ári færðu greiddar 40.000 kr. í vaxtagreiðslur. Að 5 árum liðnum færðu höfuðstólinnSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., 1.000.000 kr., endurgreiddan. Þannig hefur þú fengið samtals 200.000 kr. í vexti auk endurgreiddrar upphafsfjárhæðar.
💡 Athugaðu: Ef þú selur skuldabréfið áður en það rennur út gæti verð þess hafa breyst. Það fer eftir markaðsvöxtum og eftirspurn á þeim tíma. Verð skuldabréfa getur hækkað eða lækkað líkt og verð hlutabréfa, en þó almennt með talsvert minni sveiflum.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Ef þú kaupir skuldabréf ertu í raun að veita lán og færð greitt fyrir það í formi vaxta. Skuldabréf henta vel fyrir þá sem vilja stöðugri ávöxtun og minni sveiflur en á hlutabréfamarkaði. Þau geta verið góð leið til að dreifa áhættu í fjárfestingasafni, en ávöxtunin er yfirleitt lægri en í áhættumeiri fjárfestingum.
💡 Athugaðu: Þegar þú tekur lán eins og húsnæðislán, þá gefur þú út skuldabréf sem bankinn kaupir af þér. Þú greiðir svo skuldabréfið til baka yfir tiltekið tímabil með afborgunum og vöxtum.

Tegundir

Til eru margar tegundir skuldabréfa. Hér er vel valið brot af þeim:
  • Ríkisskuldabréf – gefin út af ríkinu, oft talin áhættuminnst.
  • Fyrirtækjaskuldabréf – gefin út af fyrirtækjum, bera oft hærri vexti vegna meiri áhættu.
  • Veðskuldabréf – með veði, t.d. í fasteign eða annarri eign.
  • Breytanleg skuldabréf – Gefin út af fyrirtækjum og gera fjárfestum kleift að breyta því í hluti við ákveðin skilyrði .

Raundæmi

Ríkissjóður gefur út skuldabréf að nafnverði 1.000.000 kr. með 4% föstum ársvöxtumSama vaxtaprósenta á láni yfir tilgreindan tíma, engar breytingar. og 5 ára lánstíma. Þú kaupir bréfið og ert þar með búinn að lána ríkinu pening. Á hverju ári færðu greiddar 40.000 kr. í vaxtagreiðslur. Að 5 árum liðnum færðu höfuðstólinnSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., 1.000.000 kr., endurgreiddan. Þannig hefur þú fengið samtals 200.000 kr. í vexti auk endurgreiddrar upphafsfjárhæðar.
💡 Athugaðu: Ef þú selur skuldabréfið áður en það rennur út gæti verð þess hafa breyst. Það fer eftir markaðsvöxtum og eftirspurn á þeim tíma. Verð skuldabréfa getur hækkað eða lækkað líkt og verð hlutabréfa, en þó almennt með talsvert minni sveiflum.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Ef þú kaupir skuldabréf ertu í raun að veita lán og færð greitt fyrir það í formi vaxta. Skuldabréf henta vel fyrir þá sem vilja stöðugri ávöxtun og minni sveiflur en á hlutabréfamarkaði. Þau geta verið góð leið til að dreifa áhættu í fjárfestingasafni, en ávöxtunin er yfirleitt lægri en í áhættumeiri fjárfestingum.
💡 Athugaðu: Þegar þú tekur lán eins og húsnæðislán, þá gefur þú út skuldabréf sem bankinn kaupir af þér. Þú greiðir svo skuldabréfið til baka yfir tiltekið tímabil með afborgunum og vöxtum.

Tegundir

Til eru margar tegundir skuldabréfa. Hér er vel valið brot af þeim:
  • Ríkisskuldabréf – gefin út af ríkinu, oft talin áhættuminnst.
  • Fyrirtækjaskuldabréf – gefin út af fyrirtækjum, bera oft hærri vexti vegna meiri áhættu.
  • Veðskuldabréf – með veði, t.d. í fasteign eða annarri eign.
  • Breytanleg skuldabréf – Gefin út af fyrirtækjum og gera fjárfestum kleift að breyta því í hluti við ákveðin skilyrði .

Skilgreining

Skuldabréf er samningur þar sem þú lánar einstaklingi, fyrirtæki eða hinu opinbera peninga gegn því að þau skuldbindi sig til að endurgreiða fjárhæðina á ákveðnum tíma, ásamt vöxtum. Þetta er í raun öfugt við að taka lán – hér ert þú lánveitandinn! Skuldabréf geta haft mismunandi tímalengd og vextir geta verið fastir eða breytilegir. Þau eru oft talin öruggari en hlutabréfHlutabréf er ávísun á eignarhlut í fyrirtæki, skráðu eða óskráðu. , en ávöxtunin getur verið lægri.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur var á Stöð2.

Deildu færslunni

Skuldabréf

(e. Bond)

Skrifleg yfirlýsing um endurgreiðslu láns með vöxtum

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur er á Stöð2.

Deildu færslunni

Facebook
LinkedIn

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Skuldabréf er skrifleg skuldbinding þar sem útgefandi (lántaki) lofar að greiða tiltekna fjárhæð, höfuðstólSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., til handhafa bréfsins (lánveitanda) á fyrirfram ákveðnum gjalddaga, ásamt vöxtum. Slík bréf eru gefin út til að afla fjármagns, t.d. af ríkissjóði, sveitarfélögum eða fyrirtækjum. Skuldabréf geta ýmist verið tryggð með veði eða án þess, skráð á markað eða seld í lokuðu útboði. Áhætta skuldabréfa ræðst meðal annars af lánshæfi útgefanda og almennum markaðsaðstæðum.

Raundæmi

Ríkissjóður gefur út skuldabréf að nafnverði 1.000.000 kr. með 4% föstum ársvöxtumSama vaxtaprósenta á láni yfir tilgreindan tíma, engar breytingar. og 5 ára lánstíma. Þú kaupir bréfið og ert þar með búinn að lána ríkinu pening. Á hverju ári færðu greiddar 40.000 kr. í vaxtagreiðslur. Að 5 árum liðnum færðu höfuðstólinnSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., 1.000.000 kr., endurgreiddan. Þannig hefur þú fengið samtals 200.000 kr. í vexti auk endurgreiddrar upphafsfjárhæðar.
💡 Athugaðu: Ef þú selur skuldabréfið áður en það rennur út gæti verð þess hafa breyst. Það fer eftir markaðsvöxtum og eftirspurn á þeim tíma. Verð skuldabréfa getur hækkað eða lækkað líkt og verð hlutabréfa, en þó almennt með talsvert minni sveiflum.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Ef þú kaupir skuldabréf ertu í raun að veita lán og færð greitt fyrir það í formi vaxta. Skuldabréf henta vel fyrir þá sem vilja stöðugri ávöxtun og minni sveiflur en á hlutabréfamarkaði. Þau geta verið góð leið til að dreifa áhættu í fjárfestingasafni, en ávöxtunin er yfirleitt lægri en í áhættumeiri fjárfestingum.
💡 Athugaðu: Þegar þú tekur lán eins og húsnæðislán, þá gefur þú út skuldabréf sem bankinn kaupir af þér. Þú greiðir svo skuldabréfið til baka yfir tiltekið tímabil með afborgunum og vöxtum.

Tegundir

Til eru margar tegundir skuldabréfa. Hér er vel valið brot af þeim:
  • Ríkisskuldabréf – gefin út af ríkinu, oft talin áhættuminnst.
  • Fyrirtækjaskuldabréf – gefin út af fyrirtækjum, bera oft hærri vexti vegna meiri áhættu.
  • Veðskuldabréf – með veði, t.d. í fasteign eða annarri eign.
  • Breytanleg skuldabréf – Gefin út af fyrirtækjum og gera fjárfestum kleift að breyta því í hluti við ákveðin skilyrði .

Skilgreining

Skuldabréf er samningur þar sem þú lánar einstaklingi, fyrirtæki eða hinu opinbera peninga gegn því að þau skuldbindi sig til að endurgreiða fjárhæðina á ákveðnum tíma, ásamt vöxtum. Þetta er í raun öfugt við að taka lán – hér ert þú lánveitandinn! Skuldabréf geta haft mismunandi tímalengd og vextir geta verið fastir eða breytilegir. Þau eru oft talin öruggari en hlutabréfHlutabréf er ávísun á eignarhlut í fyrirtæki, skráðu eða óskráðu. , en ávöxtunin getur verið lægri.

Raundæmi

Ríkissjóður gefur út skuldabréf að nafnverði 1.000.000 kr. með 4% föstum ársvöxtumSama vaxtaprósenta á láni yfir tilgreindan tíma, engar breytingar. og 5 ára lánstíma. Þú kaupir bréfið og ert þar með búinn að lána ríkinu pening. Á hverju ári færðu greiddar 40.000 kr. í vaxtagreiðslur. Að 5 árum liðnum færðu höfuðstólinnSú fjárhæð láns sem eftir stendur og vextir reiknast af hverju sinni., 1.000.000 kr., endurgreiddan. Þannig hefur þú fengið samtals 200.000 kr. í vexti auk endurgreiddrar upphafsfjárhæðar.
💡 Athugaðu: Ef þú selur skuldabréfið áður en það rennur út gæti verð þess hafa breyst. Það fer eftir markaðsvöxtum og eftirspurn á þeim tíma. Verð skuldabréfa getur hækkað eða lækkað líkt og verð hlutabréfa, en þó almennt með talsvert minni sveiflum.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Ef þú kaupir skuldabréf ertu í raun að veita lán og færð greitt fyrir það í formi vaxta. Skuldabréf henta vel fyrir þá sem vilja stöðugri ávöxtun og minni sveiflur en á hlutabréfamarkaði. Þau geta verið góð leið til að dreifa áhættu í fjárfestingasafni, en ávöxtunin er yfirleitt lægri en í áhættumeiri fjárfestingum.
💡 Athugaðu: Þegar þú tekur lán eins og húsnæðislán, þá gefur þú út skuldabréf sem bankinn kaupir af þér. Þú greiðir svo skuldabréfið til baka yfir tiltekið tímabil með afborgunum og vöxtum.

Tegundir

Til eru margar tegundir skuldabréfa. Hér er vel valið brot af þeim:
  • Ríkisskuldabréf – gefin út af ríkinu, oft talin áhættuminnst.
  • Fyrirtækjaskuldabréf – gefin út af fyrirtækjum, bera oft hærri vexti vegna meiri áhættu.
  • Veðskuldabréf – með veði, t.d. í fasteign eða annarri eign.
  • Breytanleg skuldabréf – Gefin út af fyrirtækjum og gera fjárfestum kleift að breyta því í hluti við ákveðin skilyrði .