Kaupmáttur

(e. Purchasing power)

Sýnir hversu mikið má kaupa fyrir launin að teknu tilliti til verðlags.

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Kaupmáttur lýsir því hversu mikið af vöru og þjónustu einstaklingur getur keypt fyrir launin sín þegar tekið er mið af verðlagi. Hann gefur því skýrari mynd af raunvirði launa en nafnupphæðin ein og sér. Ef laun hækka meira en verðlag – eykst kaupmáttur, en ef verðlag hækkar hraðar en laun – rýrnar hann. Þannig er kaupmáttur mælikvarði á það hversu mikið raunverulegt gildi launa nær að halda í hendur við verðþróun.
Aukinn kaupmáttur er oft tengdur við bætt lífsgæði, þar sem launin duga til að kaupa meira af vörum og þjónustu. Hann er því mikilvægur mælikvarði í efnahagslegri stefnumótun og við gerð kjarasamninga, þar sem hann sýnir raunverulegt svigrúm heimila til neyslu og sparnaðar.
Hagstofan mælir kaupmátt launa með því að bera saman þróun launavísitölu við vísitölu neysluverðs. Með þessum hætti er reiknað hversu mikið raunvirði launa breytist á milli tímabila og þannig metið hvort launahækkanir leiða til raunverulegra kjarabóta eða hvort verðbólga komi til með að éta þær upp.

Raundæmi

Jón fær 10% launahækkun og fer úr 500.000 kr. mánaðarlaunum í 550.000 kr. Frá því að hann fékk síðast launahækkun hefur Vísitala neysluverðs hækkað um 8%. Nú þar sem að laun hans hafa hækkað um 10% hefur hann meiri kaupmátt en hann hafði við síðustu launahækkun. Þrátt fyrir þessa 10% launahækkun hefur kaupmáttur hans þó einungis aukist um 2% frá síðustu launahækkun.
📌 Nánar: Svona lítur útreikningurinn út:
  • 💵 Gömul laun: 500.000 kr.
  • 📈 Ný laun: 550.000 kr.
  • 🛒 VNV við síðustu launahækkun: 600
  • 🛒 VNV við núverandi launahækkun: 648
Launabreyting: 10%
(550.000 kr. / 500.000 kr.) – 1 = 0,1 = 10%
Verðlagsbreyting: 8%
(648 / 600) – 1 = 0,08 = 8%
Kaupmáttaraukning: +2%
10% – 8% = 2%
Þrátt fyrir 10% launahækkun getur Jón í raun aðeins keypt 2% meira af vörum og þjónustu en áður. Hækkun verðlags étur upp stærstan hluta kjarabótanna.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Kaupmáttur segir þér hvers virði launin þín eru í raun. Þó þú fáir launahækkun, skiptir mestu máli hvort hún haldi í við verðbólgu. Það er því mikilvægt að gera ráð fyrir verðlagsbreytingum þegar þú semur um laun svo kaupmáttur þinn rýrni ekki þrátt fyrir launahækkun.

Tegundir

  • Kaupmáttur launa – Lýsir því hversu mikið hægt er að kaupa fyrir launin eftir að verðlag hefur verið tekið með í reikninginn. Hagstofa Íslands birtir reglulega mælingar á kaupmætti launa.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna – Byggir á tekjum heimila að frádregnum sköttum og gjöldum, að teknu tilliti til verðlags. Gefur heildstæðari mynd af raunverulegu svigrúmi heimila.
  • Kaupmáttur gjaldmiðils (PPP) – Notaður til að bera saman verðlag og lífskjör milli landa. Tekur mið af því hvað gjaldmiðillinn kaupir í raun, þegar gengis- og verðlagsmunur er leiðréttur.

Raundæmi

Jón fær 10% launahækkun og fer úr 500.000 kr. mánaðarlaunum í 550.000 kr. Frá því að hann fékk síðast launahækkun hefur Vísitala neysluverðs hækkað um 8%. Nú þar sem að laun hans hafa hækkað um 10% hefur hann meiri kaupmátt en hann hafði við síðustu launahækkun. Þrátt fyrir þessa 10% launahækkun hefur kaupmáttur hans þó einungis aukist um 2% frá síðustu launahækkun.
📌 Nánar: Svona lítur útreikningurinn út:
  • 💵 Gömul laun: 500.000 kr.
  • 📈 Ný laun: 550.000 kr.
  • 🛒 VNV við síðustu launahækkun: 600
  • 🛒 VNV við núverandi launahækkun: 648
Launabreyting: 10%
(550.000 kr. / 500.000 kr.) – 1 = 0,1 = 10%
Verðlagsbreyting: 8%
(648 / 600) – 1 = 0,08 = 8%
Kaupmáttaraukning: +2%
10% – 8% = 2%
Þrátt fyrir 10% launahækkun getur Jón í raun aðeins keypt 2% meira af vörum og þjónustu en áður. Hækkun verðlags étur upp stærstan hluta kjarabótanna.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Kaupmáttur segir þér hvers virði launin þín eru í raun. Þó þú fáir launahækkun, skiptir mestu máli hvort hún haldi í við verðbólgu. Það er því mikilvægt að gera ráð fyrir verðlagsbreytingum þegar þú semur um laun svo kaupmáttur þinn rýrni ekki þrátt fyrir launahækkun.

Tegundir

  • Kaupmáttur launa – Lýsir því hversu mikið hægt er að kaupa fyrir launin eftir að verðlag hefur verið tekið með í reikninginn. Hagstofa Íslands birtir reglulega mælingar á kaupmætti launa.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna – Byggir á tekjum heimila að frádregnum sköttum og gjöldum, að teknu tilliti til verðlags. Gefur heildstæðari mynd af raunverulegu svigrúmi heimila.
  • Kaupmáttur gjaldmiðils (PPP) – Notaður til að bera saman verðlag og lífskjör milli landa. Tekur mið af því hvað gjaldmiðillinn kaupir í raun, þegar gengis- og verðlagsmunur er leiðréttur.

Skilgreining

Kaupmáttur segir til um hversu mikið þú getur keypt fyrir launin þín þegar verð á vörum og þjónustu er tekið með í reikninginn. Þegar talað er um kaupmátt í daglegu tali er yfirleitt átt við kaupmátt launa. Ef launin þín hækka meira en verðlag, þ.e. verð á vörum og þjónustu (sem Vísitala neysluverðs mælir), þá eykst kaupmáttur þinn, þ.e. þú getur keypt meira fyrir launin þín en áður. Ef verðlag hækkar hraðar en launin, minnkar kaupmáttur þinn og þú getur keypt minna. Þannig snýst kaupmáttur ekki bara um upphæð launa, heldur hverju þau duga fyrir í raun og veru.
Hagstofan mælir kaupmátt launa með því að bera saman þróun launavísitölu við vísitölu neysluverðs. Með þessum hætti er reiknað hversu mikið raunvirði launa breytist á milli tímabila og þannig metið hvort launahækkanir leiða til raunverulegra kjarabóta eða hvort verðbólga komi til með að éta þær upp.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur var á Stöð2.

Deildu færslunni

Kaupmáttur

(e. Purchasing power)

Sýnir hversu mikið má kaupa fyrir launin að teknu tilliti til verðlags.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur er á Stöð2.

Deildu færslunni

Facebook
LinkedIn

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Kaupmáttur lýsir því hversu mikið af vöru og þjónustu einstaklingur getur keypt fyrir launin sín þegar tekið er mið af verðlagi. Hann gefur því skýrari mynd af raunvirði launa en nafnupphæðin ein og sér. Ef laun hækka meira en verðlag – eykst kaupmáttur, en ef verðlag hækkar hraðar en laun – rýrnar hann. Þannig er kaupmáttur mælikvarði á það hversu mikið raunverulegt gildi launa nær að halda í hendur við verðþróun.
Aukinn kaupmáttur er oft tengdur við bætt lífsgæði, þar sem launin duga til að kaupa meira af vörum og þjónustu. Hann er því mikilvægur mælikvarði í efnahagslegri stefnumótun og við gerð kjarasamninga, þar sem hann sýnir raunverulegt svigrúm heimila til neyslu og sparnaðar.
Hagstofan mælir kaupmátt launa með því að bera saman þróun launavísitölu við vísitölu neysluverðs. Með þessum hætti er reiknað hversu mikið raunvirði launa breytist á milli tímabila og þannig metið hvort launahækkanir leiða til raunverulegra kjarabóta eða hvort verðbólga komi til með að éta þær upp.

Raundæmi

Jón fær 10% launahækkun og fer úr 500.000 kr. mánaðarlaunum í 550.000 kr. Frá því að hann fékk síðast launahækkun hefur Vísitala neysluverðs hækkað um 8%. Nú þar sem að laun hans hafa hækkað um 10% hefur hann meiri kaupmátt en hann hafði við síðustu launahækkun. Þrátt fyrir þessa 10% launahækkun hefur kaupmáttur hans þó einungis aukist um 2% frá síðustu launahækkun.
📌 Nánar: Svona lítur útreikningurinn út:
  • 💵 Gömul laun: 500.000 kr.
  • 📈 Ný laun: 550.000 kr.
  • 🛒 VNV við síðustu launahækkun: 600
  • 🛒 VNV við núverandi launahækkun: 648
Launabreyting: 10%
(550.000 kr. / 500.000 kr.) – 1 = 0,1 = 10%
Verðlagsbreyting: 8%
(648 / 600) – 1 = 0,08 = 8%
Kaupmáttaraukning: +2%
10% – 8% = 2%
Þrátt fyrir 10% launahækkun getur Jón í raun aðeins keypt 2% meira af vörum og þjónustu en áður. Hækkun verðlags étur upp stærstan hluta kjarabótanna.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Kaupmáttur segir þér hvers virði launin þín eru í raun. Þó þú fáir launahækkun, skiptir mestu máli hvort hún haldi í við verðbólgu. Það er því mikilvægt að gera ráð fyrir verðlagsbreytingum þegar þú semur um laun svo kaupmáttur þinn rýrni ekki þrátt fyrir launahækkun.

Tegundir

  • Kaupmáttur launa – Lýsir því hversu mikið hægt er að kaupa fyrir launin eftir að verðlag hefur verið tekið með í reikninginn. Hagstofa Íslands birtir reglulega mælingar á kaupmætti launa.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna – Byggir á tekjum heimila að frádregnum sköttum og gjöldum, að teknu tilliti til verðlags. Gefur heildstæðari mynd af raunverulegu svigrúmi heimila.
  • Kaupmáttur gjaldmiðils (PPP) – Notaður til að bera saman verðlag og lífskjör milli landa. Tekur mið af því hvað gjaldmiðillinn kaupir í raun, þegar gengis- og verðlagsmunur er leiðréttur.

Skilgreining

Kaupmáttur segir til um hversu mikið þú getur keypt fyrir launin þín þegar verð á vörum og þjónustu er tekið með í reikninginn. Þegar talað er um kaupmátt í daglegu tali er yfirleitt átt við kaupmátt launa. Ef launin þín hækka meira en verðlag, þ.e. verð á vörum og þjónustu (sem Vísitala neysluverðs mælir), þá eykst kaupmáttur þinn, þ.e. þú getur keypt meira fyrir launin þín en áður. Ef verðlag hækkar hraðar en launin, minnkar kaupmáttur þinn og þú getur keypt minna. Þannig snýst kaupmáttur ekki bara um upphæð launa, heldur hverju þau duga fyrir í raun og veru.
Hagstofan mælir kaupmátt launa með því að bera saman þróun launavísitölu við vísitölu neysluverðs. Með þessum hætti er reiknað hversu mikið raunvirði launa breytist á milli tímabila og þannig metið hvort launahækkanir leiða til raunverulegra kjarabóta eða hvort verðbólga komi til með að éta þær upp.

Raundæmi

Jón fær 10% launahækkun og fer úr 500.000 kr. mánaðarlaunum í 550.000 kr. Frá því að hann fékk síðast launahækkun hefur Vísitala neysluverðs hækkað um 8%. Nú þar sem að laun hans hafa hækkað um 10% hefur hann meiri kaupmátt en hann hafði við síðustu launahækkun. Þrátt fyrir þessa 10% launahækkun hefur kaupmáttur hans þó einungis aukist um 2% frá síðustu launahækkun.
📌 Nánar: Svona lítur útreikningurinn út:
  • 💵 Gömul laun: 500.000 kr.
  • 📈 Ný laun: 550.000 kr.
  • 🛒 VNV við síðustu launahækkun: 600
  • 🛒 VNV við núverandi launahækkun: 648
Launabreyting: 10%
(550.000 kr. / 500.000 kr.) – 1 = 0,1 = 10%
Verðlagsbreyting: 8%
(648 / 600) – 1 = 0,08 = 8%
Kaupmáttaraukning: +2%
10% – 8% = 2%
Þrátt fyrir 10% launahækkun getur Jón í raun aðeins keypt 2% meira af vörum og þjónustu en áður. Hækkun verðlags étur upp stærstan hluta kjarabótanna.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Kaupmáttur segir þér hvers virði launin þín eru í raun. Þó þú fáir launahækkun, skiptir mestu máli hvort hún haldi í við verðbólgu. Það er því mikilvægt að gera ráð fyrir verðlagsbreytingum þegar þú semur um laun svo kaupmáttur þinn rýrni ekki þrátt fyrir launahækkun.

Tegundir

  • Kaupmáttur launa – Lýsir því hversu mikið hægt er að kaupa fyrir launin eftir að verðlag hefur verið tekið með í reikninginn. Hagstofa Íslands birtir reglulega mælingar á kaupmætti launa.
  • Kaupmáttur ráðstöfunartekna – Byggir á tekjum heimila að frádregnum sköttum og gjöldum, að teknu tilliti til verðlags. Gefur heildstæðari mynd af raunverulegu svigrúmi heimila.
  • Kaupmáttur gjaldmiðils (PPP) – Notaður til að bera saman verðlag og lífskjör milli landa. Tekur mið af því hvað gjaldmiðillinn kaupir í raun, þegar gengis- og verðlagsmunur er leiðréttur.