Greiðslumat

(e. credit assessment)

Mat á því hvort þú getir staðið í mánaðarlegum skilum á lánsgreiðslum.

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Greiðslumat er formlegt mat sem fjármálastofnanir framkvæma áður en lán er veitt, til að meta hvort umsækjandi hafi getu til að greiða lán til baka. Yfirleitt er það fyrsta skrefið þegar kemur að því að sækja um húsnæðislán, endurfjármögnun eða önnur lán. Þar er horft á ráðstöfunartekjurSú fjárhæð sem eftir stendur af tekjum þegar búið er að greiða skatta og opinber gjöld. einstaklinga, föst útgjöld, önnur lán og hvernig greiðslubyrðiSú upphæð sem þú þarft að greiða mánaðarlega af láni – bæði vexti og afborganir nýs láns fellur að fjárhagsstöðu viðkomandi.
Greiðslumat byggir oftast á stöðluðu neysluviðmiði frá opinberum aðilum og gengur út á að tryggja að umsækjandi hafi nægjanlegt ráðstöfunarfé eftir að allar skuldbindingar hafa verið dregnar frá. Ef matið sýnir að lántaki geti staðið við skuldbindinguna, fæst lánið samþykkt – annars ekki.
💡 Athugaðu: Algengt er að greiðslumat gildi aðeins í 6 mánuði og þarf því að endurnýjast að þeim tíma liðnum.

Raundæmi

Sara sækir um húsnæðislán hjá bankanum sínum. Bankinn biður hana um upplýsingar um mánaðarlaun, föst útgjöld, skuldir og önnur lán. Einnig notar hann neysluviðmið frá opinberum aðila til að áætla hvað hún þarf í framfærslu. Eftir að allar skuldbindingar og útgjöld hafa verið dregin frá, kemur í ljós að Sara á eftir nægjanlegt ráðstöfunarfé til að standa undir mánaðarlegri greiðslubyrði lánsins. Greiðslumatið er því jákvætt og hún fær lánið samþykkt. Ef ráðstöfunarfé hefði verið neikvætt, hefði hún annað hvort fengið lægri lánsfjárhæð eða lánið verið hafnað.
📌 Nánar: Í einfölduðu dæmi gæti greiðslumat Söru litið svona út:
  • 💰 Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur (Útborguð laun): 750.000 kr.
  • 🏠 Framfærslukostnaður (Matur, föst útgjöld, tryggingar o.fl.): 200.000 kr.
  • 🚗 Rekstrarkostnaður bifreiðar: 60.000 kr.
  • 👨‍👩‍👧 Framfærslukostnaður barna (mat, dagvistun o.fl.): 80.000 kr.
  • 💳 Aðrar skuldir (t.d. kort/neyslulán): 40.000 kr.
  • 📉 Áætluð greiðslubyrði nýs fasteignaláns: 220.000 kr.
  • Skv. reglu Seðlabankans má áætluð greiðslubyrði vera að hámarki 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum (40% fyrir fyrstu kaupendur)
Ráðstöfunarfé eftir áætlaða lánsgreiðslu: 150.000 kr.
(750.000 − 200.000 − 60.000 − 80.000 − 40.000 − 220.000 = 150.000)
Hlutfall greiðslubyrðar láns af ráðstöfunartekjum: 29,3%
(220.000 / 750.000 = 29,3%)
Niðurstaða: Greiðslumat Söru er jákvætt og á sama tíma uppfyllir hún viðmið Seðlabankans!
Ath.: Upphæðir í dæminu eru uppspuni til skýringar og endurspegla ekki nákvæm viðmið einstakra banka.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Greiðslumat hefur bein áhrif á það hvort þú fáir lán og hversu hátt það getur verið. Sterkt greiðslumat þýðir meiri lánsfjárhæð og betri samningsstöðu við bankann. Veikt greiðslumat getur takmarkað möguleika á fjármögnun eða þýtt að þú þurfir að lækka væntingar um verð á eign eða verkefni sem þú ætlar að fjármagna. Því er mikilvægt að undirbúa sig, t.d. með því að lækka skuldir og hafa stöðugar tekjur áður en sótt er um lán.

Tegundir

  • Almennt greiðslumat – framkvæmd af bankanum eða lánastofnuninni sem þú sækir til.
  • Bráðabirgðagreiðslumat – áætlað af þér sjálfum eða ráðgjafa, oft til að meta stöðuna áður en sótt er formlega um lán. Allir helstu viðskiptabankar bjóða upp á reiknivél fyrir bráðabirgðagreisðlumat.
💡 Athugaðu: Að standast greiðslumat er skylda við veitingu íbúðalána en sjaldnast við önnur lán. Þú getur beðið um greiðslumat áður en þú finnur eign til að vita fyrirfram hvað þú hefur svigrúm til að kaupa fyrir.

Raundæmi

Sara sækir um húsnæðislán hjá bankanum sínum. Bankinn biður hana um upplýsingar um mánaðarlaun, föst útgjöld, skuldir og önnur lán. Einnig notar hann neysluviðmið frá opinberum aðila til að áætla hvað hún þarf í framfærslu. Eftir að allar skuldbindingar og útgjöld hafa verið dregin frá, kemur í ljós að Sara á eftir nægjanlegt ráðstöfunarfé til að standa undir mánaðarlegri greiðslubyrði lánsins. Greiðslumatið er því jákvætt og hún fær lánið samþykkt. Ef ráðstöfunarfé hefði verið neikvætt, hefði hún annað hvort fengið lægri lánsfjárhæð eða lánið verið hafnað.
📌 Nánar: Í einfölduðu dæmi gæti greiðslumat Söru litið svona út:
  • 💰 Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur (Útborguð laun): 750.000 kr.
  • 🏠 Framfærslukostnaður (Matur, föst útgjöld, tryggingar o.fl.): 200.000 kr.
  • 🚗 Rekstrarkostnaður bifreiðar: 60.000 kr.
  • 👨‍👩‍👧 Framfærslukostnaður barna (mat, dagvistun o.fl.): 80.000 kr.
  • 💳 Aðrar skuldir (t.d. kort/neyslulán): 40.000 kr.
  • 📉 Áætluð greiðslubyrði nýs fasteignaláns: 220.000 kr.
  • Skv. reglu Seðlabankans má áætluð greiðslubyrði vera að hámarki 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum (40% fyrir fyrstu kaupendur)
Ráðstöfunarfé eftir áætlaða lánsgreiðslu: 150.000 kr.
(750.000 − 200.000 − 60.000 − 80.000 − 40.000 − 220.000 = 150.000)
Hlutfall greiðslubyrðar láns af ráðstöfunartekjum: 29,3%
(220.000 / 750.000 = 29,3%)
Niðurstaða: Greiðslumat Söru er jákvætt og á sama tíma uppfyllir hún viðmið Seðlabankans!
Ath.: Upphæðir í dæminu eru uppspuni til skýringar og endurspegla ekki nákvæm viðmið einstakra banka.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Greiðslumat hefur bein áhrif á það hvort þú fáir lán og hversu hátt það getur verið. Sterkt greiðslumat þýðir meiri lánsfjárhæð og betri samningsstöðu við bankann. Veikt greiðslumat getur takmarkað möguleika á fjármögnun eða þýtt að þú þurfir að lækka væntingar um verð á eign eða verkefni sem þú ætlar að fjármagna. Því er mikilvægt að undirbúa sig, t.d. með því að lækka skuldir og hafa stöðugar tekjur áður en sótt er um lán.

Tegundir

  • Almennt greiðslumat – framkvæmd af bankanum eða lánastofnuninni sem þú sækir til.
  • Bráðabirgðagreiðslumat – áætlað af þér sjálfum eða ráðgjafa, oft til að meta stöðuna áður en sótt er formlega um lán. Allir helstu viðskiptabankar bjóða upp á reiknivél fyrir bráðabirgðagreisðlumat.
💡 Athugaðu: Að standast greiðslumat er skylda við veitingu íbúðalána en sjaldnast við önnur lán. Þú getur beðið um greiðslumat áður en þú finnur eign til að vita fyrirfram hvað þú hefur svigrúm til að kaupa fyrir.

Skilgreining

Greiðslumat er eins konar “stöðutékk” sem banki eða lánveitandi framkvæmir áður en þú færð lán. Markmiðið er að sjá hvort þú hafir efni á að borga lánið til baka á réttum tíma. Til þess skoðar bankinn hvað þú færð í tekjur á mánuði, hvaða föstu útgjöld þú ert með og hvað mun bætast við með nýja láninu.
Ef greiðslumatið sýnir að þú átt eftir nægan pening eftir að allar skuldir og nauðsynleg útgjöld hafa verið greidd, er líklegt að lánið verði samþykkt. Ef ekki, þá er því yfirleitt hafnað eða upphæðin lækkuð. Þetta er gert til að vernda bæði þig og bankann fyrir því að skuldir verði of þungar í framtíðinni.
Greiðslumat er sérstaklega algengt þegar sótt er um húsnæðislán eða önnur stór lán. Þannig er tryggt að þú hafir peninga til að standa undir bæði láninu og daglegum útgjöldum.
💡 Athugaðu: Algengt er að greiðslumat gildi aðeins í 6 mánuði og þarf því að endurnýjast að þeim tíma liðnum.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur var á Stöð2.

Deildu færslunni

Greiðslumat

(e. credit assessment)

Mat á því hvort þú getir staðið í mánaðarlegum skilum á lánsgreiðslum.

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur er á Stöð2.

Deildu færslunni

Facebook
LinkedIn

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Greiðslumat er formlegt mat sem fjármálastofnanir framkvæma áður en lán er veitt, til að meta hvort umsækjandi hafi getu til að greiða lán til baka. Yfirleitt er það fyrsta skrefið þegar kemur að því að sækja um húsnæðislán, endurfjármögnun eða önnur lán. Þar er horft á ráðstöfunartekjurSú fjárhæð sem eftir stendur af tekjum þegar búið er að greiða skatta og opinber gjöld. einstaklinga, föst útgjöld, önnur lán og hvernig greiðslubyrðiSú upphæð sem þú þarft að greiða mánaðarlega af láni – bæði vexti og afborganir nýs láns fellur að fjárhagsstöðu viðkomandi.
Greiðslumat byggir oftast á stöðluðu neysluviðmiði frá opinberum aðilum og gengur út á að tryggja að umsækjandi hafi nægjanlegt ráðstöfunarfé eftir að allar skuldbindingar hafa verið dregnar frá. Ef matið sýnir að lántaki geti staðið við skuldbindinguna, fæst lánið samþykkt – annars ekki.
💡 Athugaðu: Algengt er að greiðslumat gildi aðeins í 6 mánuði og þarf því að endurnýjast að þeim tíma liðnum.

Raundæmi

Sara sækir um húsnæðislán hjá bankanum sínum. Bankinn biður hana um upplýsingar um mánaðarlaun, föst útgjöld, skuldir og önnur lán. Einnig notar hann neysluviðmið frá opinberum aðila til að áætla hvað hún þarf í framfærslu. Eftir að allar skuldbindingar og útgjöld hafa verið dregin frá, kemur í ljós að Sara á eftir nægjanlegt ráðstöfunarfé til að standa undir mánaðarlegri greiðslubyrði lánsins. Greiðslumatið er því jákvætt og hún fær lánið samþykkt. Ef ráðstöfunarfé hefði verið neikvætt, hefði hún annað hvort fengið lægri lánsfjárhæð eða lánið verið hafnað.
📌 Nánar: Í einfölduðu dæmi gæti greiðslumat Söru litið svona út:
  • 💰 Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur (Útborguð laun): 750.000 kr.
  • 🏠 Framfærslukostnaður (Matur, föst útgjöld, tryggingar o.fl.): 200.000 kr.
  • 🚗 Rekstrarkostnaður bifreiðar: 60.000 kr.
  • 👨‍👩‍👧 Framfærslukostnaður barna (mat, dagvistun o.fl.): 80.000 kr.
  • 💳 Aðrar skuldir (t.d. kort/neyslulán): 40.000 kr.
  • 📉 Áætluð greiðslubyrði nýs fasteignaláns: 220.000 kr.
  • Skv. reglu Seðlabankans má áætluð greiðslubyrði vera að hámarki 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum (40% fyrir fyrstu kaupendur)
Ráðstöfunarfé eftir áætlaða lánsgreiðslu: 150.000 kr.
(750.000 − 200.000 − 60.000 − 80.000 − 40.000 − 220.000 = 150.000)
Hlutfall greiðslubyrðar láns af ráðstöfunartekjum: 29,3%
(220.000 / 750.000 = 29,3%)
Niðurstaða: Greiðslumat Söru er jákvætt og á sama tíma uppfyllir hún viðmið Seðlabankans!
Ath.: Upphæðir í dæminu eru uppspuni til skýringar og endurspegla ekki nákvæm viðmið einstakra banka.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Greiðslumat hefur bein áhrif á það hvort þú fáir lán og hversu hátt það getur verið. Sterkt greiðslumat þýðir meiri lánsfjárhæð og betri samningsstöðu við bankann. Veikt greiðslumat getur takmarkað möguleika á fjármögnun eða þýtt að þú þurfir að lækka væntingar um verð á eign eða verkefni sem þú ætlar að fjármagna. Því er mikilvægt að undirbúa sig, t.d. með því að lækka skuldir og hafa stöðugar tekjur áður en sótt er um lán.

Tegundir

  • Almennt greiðslumat – framkvæmd af bankanum eða lánastofnuninni sem þú sækir til.
  • Bráðabirgðagreiðslumat – áætlað af þér sjálfum eða ráðgjafa, oft til að meta stöðuna áður en sótt er formlega um lán. Allir helstu viðskiptabankar bjóða upp á reiknivél fyrir bráðabirgðagreisðlumat.
💡 Athugaðu: Að standast greiðslumat er skylda við veitingu íbúðalána en sjaldnast við önnur lán. Þú getur beðið um greiðslumat áður en þú finnur eign til að vita fyrirfram hvað þú hefur svigrúm til að kaupa fyrir.

Skilgreining

Greiðslumat er eins konar “stöðutékk” sem banki eða lánveitandi framkvæmir áður en þú færð lán. Markmiðið er að sjá hvort þú hafir efni á að borga lánið til baka á réttum tíma. Til þess skoðar bankinn hvað þú færð í tekjur á mánuði, hvaða föstu útgjöld þú ert með og hvað mun bætast við með nýja láninu.
Ef greiðslumatið sýnir að þú átt eftir nægan pening eftir að allar skuldir og nauðsynleg útgjöld hafa verið greidd, er líklegt að lánið verði samþykkt. Ef ekki, þá er því yfirleitt hafnað eða upphæðin lækkuð. Þetta er gert til að vernda bæði þig og bankann fyrir því að skuldir verði of þungar í framtíðinni.
Greiðslumat er sérstaklega algengt þegar sótt er um húsnæðislán eða önnur stór lán. Þannig er tryggt að þú hafir peninga til að standa undir bæði láninu og daglegum útgjöldum.
💡 Athugaðu: Algengt er að greiðslumat gildi aðeins í 6 mánuði og þarf því að endurnýjast að þeim tíma liðnum.

Raundæmi

Sara sækir um húsnæðislán hjá bankanum sínum. Bankinn biður hana um upplýsingar um mánaðarlaun, föst útgjöld, skuldir og önnur lán. Einnig notar hann neysluviðmið frá opinberum aðila til að áætla hvað hún þarf í framfærslu. Eftir að allar skuldbindingar og útgjöld hafa verið dregin frá, kemur í ljós að Sara á eftir nægjanlegt ráðstöfunarfé til að standa undir mánaðarlegri greiðslubyrði lánsins. Greiðslumatið er því jákvætt og hún fær lánið samþykkt. Ef ráðstöfunarfé hefði verið neikvætt, hefði hún annað hvort fengið lægri lánsfjárhæð eða lánið verið hafnað.
📌 Nánar: Í einfölduðu dæmi gæti greiðslumat Söru litið svona út:
  • 💰 Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur (Útborguð laun): 750.000 kr.
  • 🏠 Framfærslukostnaður (Matur, föst útgjöld, tryggingar o.fl.): 200.000 kr.
  • 🚗 Rekstrarkostnaður bifreiðar: 60.000 kr.
  • 👨‍👩‍👧 Framfærslukostnaður barna (mat, dagvistun o.fl.): 80.000 kr.
  • 💳 Aðrar skuldir (t.d. kort/neyslulán): 40.000 kr.
  • 📉 Áætluð greiðslubyrði nýs fasteignaláns: 220.000 kr.
  • Skv. reglu Seðlabankans má áætluð greiðslubyrði vera að hámarki 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum (40% fyrir fyrstu kaupendur)
Ráðstöfunarfé eftir áætlaða lánsgreiðslu: 150.000 kr.
(750.000 − 200.000 − 60.000 − 80.000 − 40.000 − 220.000 = 150.000)
Hlutfall greiðslubyrðar láns af ráðstöfunartekjum: 29,3%
(220.000 / 750.000 = 29,3%)
Niðurstaða: Greiðslumat Söru er jákvætt og á sama tíma uppfyllir hún viðmið Seðlabankans!
Ath.: Upphæðir í dæminu eru uppspuni til skýringar og endurspegla ekki nákvæm viðmið einstakra banka.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Greiðslumat hefur bein áhrif á það hvort þú fáir lán og hversu hátt það getur verið. Sterkt greiðslumat þýðir meiri lánsfjárhæð og betri samningsstöðu við bankann. Veikt greiðslumat getur takmarkað möguleika á fjármögnun eða þýtt að þú þurfir að lækka væntingar um verð á eign eða verkefni sem þú ætlar að fjármagna. Því er mikilvægt að undirbúa sig, t.d. með því að lækka skuldir og hafa stöðugar tekjur áður en sótt er um lán.

Tegundir

  • Almennt greiðslumat – framkvæmd af bankanum eða lánastofnuninni sem þú sækir til.
  • Bráðabirgðagreiðslumat – áætlað af þér sjálfum eða ráðgjafa, oft til að meta stöðuna áður en sótt er formlega um lán. Allir helstu viðskiptabankar bjóða upp á reiknivél fyrir bráðabirgðagreisðlumat.
💡 Athugaðu: Að standast greiðslumat er skylda við veitingu íbúðalána en sjaldnast við önnur lán. Þú getur beðið um greiðslumat áður en þú finnur eign til að vita fyrirfram hvað þú hefur svigrúm til að kaupa fyrir.