Stýrivextir

(e. Policy rates)

Vextir sem seðlabankar notar til að hafa áhrif á efnahag

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Stýrivextir (eða Meginvextir) eru vextir sem Seðlabanki Íslands notar til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahagsumsvif í landinu. Stýrivextir eru byggðir á sjö daga bundnum innlánum lánastofnana í Seðlabankanum, þ.e. þeir vextir sem Seðlabankinn innheimtir af 7 daga bundnum innlánum bönkum og öðrum lánastofnunum.
Þegar stýrivextir hækka, hækka yfirleitt vextir á lánum og sparnaði í viðskiptabönkum einnig. Hærri vextir gera lán dýrari og draga alla jafna úr eyðslu almennings og fyrirtækja, sem getur að lokum „kælt“ hagkerfið og dregið úr verðbólgu. Á hinn bóginn, þegar stýrivextir lækka, verða lán ódýrari og hvetja til fjárfestinga og neyslu, sem „örvar“ hagkerfið.
Stýrivextir eru því eitt helsta stjórntæki Seðlabanka Íslands til að hafa áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Breytingar á stýrivöxtum eru yfirleitt viðbragð við þróun efnahagslífsins, hvort sem þörf er á að kæla ofhitnun eða örva vöxt.
📌 Nánar: Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2,5% árleg verðbólga, sem er verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankanum ber að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því markmiði.
Af heimasíðu Seðlabanka Íslands

Raundæmi

Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti vegna þess að verðbólga er orðin of há. Viðskiptabankar bregðast við með því að hækka vexti á nýjum íbúðalánum og yfirdráttarkjörum. Þeir sem eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sjá mánaðarlega greiðslu hækka. Fyrirtæki endurskoða fjárfestingaráform þar sem fjármagn verður dýrara að fá.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Stýrivextir hafa bein áhrif á hversu dýrt eða ódýrt það er fyrir þig að taka lán. Ef stýrivextir hækka, hækka oft greiðslur af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Þeir hafa líka áhrif á hvað þú færð í vexti af sparnaði. Þetta er því lykilþáttur sem snertir alla sem taka lán, spara eða reka fyrirtæki.

Raundæmi

Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti vegna þess að verðbólga er orðin of há. Viðskiptabankar bregðast við með því að hækka vexti á nýjum íbúðalánum og yfirdráttarkjörum. Þeir sem eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sjá mánaðarlega greiðslu hækka. Fyrirtæki endurskoða fjárfestingaráform þar sem fjármagn verður dýrara að fá.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Stýrivextir hafa bein áhrif á hversu dýrt eða ódýrt það er fyrir þig að taka lán. Ef stýrivextir hækka, hækka oft greiðslur af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Þeir hafa líka áhrif á hvað þú færð í vexti af sparnaði. Þetta er því lykilþáttur sem snertir alla sem taka lán, spara eða reka fyrirtæki.

Skilgreining

Stýrivextir eru vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og beitir til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahagslífið almennt. Þegar stýrivextir hækka, verða lán yfirleitt dýrari og það getur dregið úr eyðslu fólks og fyrirtækja. Þegar þeir lækka, verður ódýrara að taka lán og það getur hvatt til meiri neyslu og fjárfestinga.
Þannig eru stýrivextir eitt helsta tæki Seðlabankans til að hafa áhrif á hagkerfið og halda verðbólgu í skefjum. Breytingar á stýrivöxtum eru yfirleitt viðbragð við því hvernig efnahagslífið þróast — hvort sem þörf er á að draga úr ofhitnun eða hvetja til aukins vaxtar.
📌 Nánar: Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2,5% árleg verðbólga, sem er verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankanum ber að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því markmiði.
Af heimasíðu Seðlabanka Íslands

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur var á Stöð2.

Deildu færslunni

Stýrivextir

(e. Policy rates)

Vextir sem seðlabankar notar til að hafa áhrif á efnahag

Höfundur

Arnar Þór Ólafsson

Arnar Þór Ólafsson er stofnandi Auratals og er menntaður fjármálaverkfræðingur. Meðal verkefna sem hann hefur komið að er hlaðvarpið Pyngjan og sjónvarpsþátturinn Viltu finna milljón sem sýndur er á Stöð2.

Deildu færslunni

Facebook
LinkedIn

Hér getur þú valið stigið sem hentar þér best

Skilgreining

Stýrivextir (eða Meginvextir) eru vextir sem Seðlabanki Íslands notar til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahagsumsvif í landinu. Stýrivextir eru byggðir á sjö daga bundnum innlánum lánastofnana í Seðlabankanum, þ.e. þeir vextir sem Seðlabankinn innheimtir af 7 daga bundnum innlánum bönkum og öðrum lánastofnunum.
Þegar stýrivextir hækka, hækka yfirleitt vextir á lánum og sparnaði í viðskiptabönkum einnig. Hærri vextir gera lán dýrari og draga alla jafna úr eyðslu almennings og fyrirtækja, sem getur að lokum „kælt“ hagkerfið og dregið úr verðbólgu. Á hinn bóginn, þegar stýrivextir lækka, verða lán ódýrari og hvetja til fjárfestinga og neyslu, sem „örvar“ hagkerfið.
Stýrivextir eru því eitt helsta stjórntæki Seðlabanka Íslands til að hafa áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Breytingar á stýrivöxtum eru yfirleitt viðbragð við þróun efnahagslífsins, hvort sem þörf er á að kæla ofhitnun eða örva vöxt.
📌 Nánar: Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2,5% árleg verðbólga, sem er verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankanum ber að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því markmiði.
Af heimasíðu Seðlabanka Íslands

Raundæmi

Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti vegna þess að verðbólga er orðin of há. Viðskiptabankar bregðast við með því að hækka vexti á nýjum íbúðalánum og yfirdráttarkjörum. Þeir sem eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sjá mánaðarlega greiðslu hækka. Fyrirtæki endurskoða fjárfestingaráform þar sem fjármagn verður dýrara að fá.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Stýrivextir hafa bein áhrif á hversu dýrt eða ódýrt það er fyrir þig að taka lán. Ef stýrivextir hækka, hækka oft greiðslur af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Þeir hafa líka áhrif á hvað þú færð í vexti af sparnaði. Þetta er því lykilþáttur sem snertir alla sem taka lán, spara eða reka fyrirtæki.

Skilgreining

Stýrivextir eru vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og beitir til að hafa áhrif á verðbólgu, lánskjör og efnahagslífið almennt. Þegar stýrivextir hækka, verða lán yfirleitt dýrari og það getur dregið úr eyðslu fólks og fyrirtækja. Þegar þeir lækka, verður ódýrara að taka lán og það getur hvatt til meiri neyslu og fjárfestinga.
Þannig eru stýrivextir eitt helsta tæki Seðlabankans til að hafa áhrif á hagkerfið og halda verðbólgu í skefjum. Breytingar á stýrivöxtum eru yfirleitt viðbragð við því hvernig efnahagslífið þróast — hvort sem þörf er á að draga úr ofhitnun eða hvetja til aukins vaxtar.
📌 Nánar: Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Stöðugt verðlag er skilgreint sem 2,5% árleg verðbólga, sem er verðbólgumarkmið bankans. Seðlabankanum ber að halda verðbólgu að jafnaði sem næst því markmiði.
Af heimasíðu Seðlabanka Íslands

Raundæmi

Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti vegna þess að verðbólga er orðin of há. Viðskiptabankar bregðast við með því að hækka vexti á nýjum íbúðalánum og yfirdráttarkjörum. Þeir sem eru með breytilega vexti á húsnæðislánum sjá mánaðarlega greiðslu hækka. Fyrirtæki endurskoða fjárfestingaráform þar sem fjármagn verður dýrara að fá.

Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

Stýrivextir hafa bein áhrif á hversu dýrt eða ódýrt það er fyrir þig að taka lán. Ef stýrivextir hækka, hækka oft greiðslur af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Þeir hafa líka áhrif á hvað þú færð í vexti af sparnaði. Þetta er því lykilþáttur sem snertir alla sem taka lán, spara eða reka fyrirtæki.