Aron fær 500.000 kr. í laun fyrsta hvers mánaðar. 5 dögum fyrir útborgun eru launin hans búin. Hann lendir í því óhappi að þurfa að greiða óvæntan tannlæknareikning upp á 100.000 kr. Hann sækir því um yfirdráttar heimild upp á 100.000 kr. og fer þá 100.000 kr. í mínus þar sem hann fullnýtir heimildina. Þegar launin koma inn 5 dögum síðar dregst skuldin, ásamt vöxtum, sjálfkrafa frá.
📌 Nánar:
Ef yfirdráttarvextir eru 15,25% á ári, má reikna daglega vaxtakostnað:
- 💸 Skuld: 100.000 kr.
- 📅 Fjöldi daga í yfirdrætti: 5 dagar
- 📈 Vextir: (100.000 × 0,1525 / 365) × 5 ≈ 209 kr.
Heildarskuld eftir 5 daga: 100.209 kr.
Þó svo að 209 kr. í vexti virðist lítil upphæð, getur reglulegur eða langvarandi yfirdráttur safnast hratt upp og orðið dýr í lengri tíma.
Yfirdráttur getur verið gott öryggisnet þegar þú stendur frami fyrir nauðsynlegum og óvæntum útgjöldum, en hann getur líka orðið dýr gildra ef hann er notaður oft eða til langs tíma. Með því að nota hann sparlega og greiða niður sem fyrst má nýta sveigjanleikann án þess að sitja uppi með óþarfa vaxtakostnað.