Okkar markmið er að gera fjármál aðgengileg og skiljanleg fyrir alla
Auratal er fræðsluvettvangur um fjármál og er ætlað að auka þekkingu fólks á fjármálum.
Hvað er Auratal
Fræðsluvettvangurinn Auratal var stofnaður í september árið 2023 af Arnari Þór Ólafssyni. Tilgangurinn var (og er enn) að fræða fólk á öllum aldri um fjármál á einfaldan og aðgengilegan hátt. Með tilkomu Auratals tók fjármálafræðsla á sig nýja og áður óséða mynd á Íslandi í formi örmyndbanda á samfélagsmiðlum þar sem Arnar útskýrir fjármálahugtök á einfaldan og myndrænan hátt.

Höfundur
Arnar Þór Ólafsson
Arnar Þór Ólafsson er menntaður fjármálaverkfræðingur og umsjónarmaður Auratals. Með yfir 13.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum Auratals og samanlagt yfir milljón áhorf, hefur hann náð til breiðs hóps með einföldum og aðgengilegum fróðleik um fjármál.
Arnar stýrir einnig sjónvarpsþættinum Viltu finna milljón? ásamt Hrefnu Björk, sem sýndur er á Stöð 2, en tvær seríur hafa nú þegar komið út og sú þriðja væntanleg. Áður en að Arnar gerðist sjónvarpsmaður stofnaði hann ásamt Ingva Þór hlaðvarpið Pyngjan þar sem gefnir voru út 268 þættir um ársreikninga og viðskipti. Þátturinn naut mikilla vinsælda þau þrjú ár sem hann var gefinn út en leið undir lok í febrúar 2025. Þátturinn lagði þó grunnin að áframhaldandi samstarfi þeirra Pyngjubræðra á öðrum vettvangi, kennitalan.is sem er samstarfsverkefni sem vinnur að því að einfalda kaup og sölu fyrirtækja og auka gagnsæi á þeim markaði.
Þótt megináhersla Arnars sé á fjármál, spanna verkefni hans víðara svið. Hann stýrir einnig hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi, þar sem hann og Aronmola leikari velta vöngum yfir alls konar heimspekilegum og samfélagslegum spurningum, enda eru þeir bræður miklir pælarar.
Arnar brennur fyrir því að gera fjármálafræðslu aðgengilega öllum, óháð aldri, bakgrunni eða stöðu svo það auðveldi fólki að taka upplýstari ákvarðanir þegar kemur að fjármálum.
Miðlar
Hvar viltu byrja?

Persónuleg fjármál
Stutt og hagnýt ráð til að spara peninga í daglegu lífi peninga peninga.

Skuldir og lánsfé
Stutt og hagnýt ráð til að spara peninga í daglegu lífi peninga peninga.

